Hér getur þú sent okkur viðkvæm skjöl í gegnum örugga gagnagátt. Með viðkvæmum skjölum er átt við skjöl sem innihalda persónuupplýsingar eins og læknabréf, vottorð, umsóknir og fleira. Til þess að geta nýtt þér þessa leið þarftu að hafa gild rafræn skilríki í síma.
Gögnin fara til starfsfólks okkar sem sér um móttöku skjala og kemur þeim til þeirra sem hafa með málið að gera. Starfsfólk HSA, sem með upplýsingarnar fer, er bundið trúnaði og ævarandi þagnarskyldu um allt það sem upplýsingarnar hafa að geyma.