11. maí 2021

Upplýsingar varðandi bólusetningar

Varðandi Covid-bólusetningar og val á bóluefni
Sumir óska eftir að fá annað bóluefni en sóttvarnalæknir hefur ákveðið að hópurinn sem viðkomandi tilheyrir fái. Heilsugæslan hefur ekki heimild til að færa fólk milli bólusetningahópa nema í algerum undantekningartilvikum. Öllum er frjálst að bíða með bólusetningu og sjá hver framvindan verður en ekki er öruggt að viðkomandi verði boðið annað bóluefni þó hann bíði.

Fáir þú boð um COVID-19 bólusetningu með bóluefni sem þú vilt ekki þiggja, mætir þú ekki. Það er ekki hægt að skrá sig á neina lista og ekki hægt að segja neitt til um tímasetningar.Verði annað hugsanlega ákveðið síðar, þá verður slíkt kynnt vel.

Undantekningartilvik
Einu tilvikin sem hægt er að breyta um bóluefni eru:
Bráðaofnæmi eftir fyrri Covid-bólusetningu.
Líftæknilyf þar sem meðferð tefst ef beðið er eftir seinni AstraZeneca bólusetningu. 

Viljir þú hafna bólusetningu alfarið / afboðun / ekki heima þegar boðað er
Ef þú vilt hafna bólusetningu alfarið, óháð bóluefni, þá sendir þú nafn þitt og kennitölu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þá færð þú ekki fleiri boð í bólusetningu. Einnig ef þú þarft að afboða þig / ert ekki heima þá sendir þú nafn þitt og kennitölu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Algengar spurningar
Algeng spurning er að fólk sem hefur fengið blóðtappa hefur áhyggjur af því að vera bólusett með AstraZeneca bóluefninu. Þessir blóðtappar sem hafa komið í kjölfar AstraZeneca bóluefnisins eru ekki af sama toga og hinir algengu og venjulegu blóðtappar. Því er fyrri saga um blóðtappa afar sjaldan frábending á að fá bólusetningu með AstraZeneca. Þá skal tekið fram að blóðtappar í slagæðum og blæðingar (dæmi, hjartaáföll og heilablóðföll) eru ekki frábending fyrir AZ.

Við bendum á ítarlegar upplýsingar varðandi bólusetningar, bóluefnin og aukaverkanir á covid.is/bolusetningar
Hafi fólk bráðaofnæmi við stungulyfjum, eða af óþekktum toga, þá mælir það gegn bólusetningu og skal þá a.m.k. ekki framkvæma hana nema við vel skilgreindar aðstæður í hverju tilviki.

Fáir þú ekki svör við þinni spurningu að framan
Við biðjum fólk að virða ofangreindar upplýsingar, þar sem heilbrigðisstarfsfólk fer eftir þeim reglum sem eru í gildi að boði sóttvarnarlæknis hverju sinni.

Hafir þú engu að síður spurningu hvort sem er varðandi heilsufar og bólusetningar eða annað sem framangreindar upplýsingar ekki svara þá bendum við í fyrsta lagi á netspjallið á heilsuvera.is
Við þörf má einnig spyrja á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Við viljum einnig benda á að hægt er að athuga hvar viðkomandi hefur skráða heilsugæslu á www.sjukra.is – þar er hægt að skrá sig inn á réttindagátt m.a. með rafrænum skilríkjum. Til að fá boðun á Austurlandi þarf að hafa skráða heilsugæslu innan fjórðungsins.