30. mars 2021

Áfallasímtöl vegna aurflóða í desember

Frá og með deginum í dag 30. mars 2021 er ekki lengur hægt að bóka sig í áfallasímtöl eins og verið hefur hægt frá því aurflóðin áttu sér stað í desember 2020 þar sem ekki hefur verið þörf á þeirri þjónustu nú í heilan mánuð. Seyðfirðingar sem gætu átt eftir að vilja þiggja geðheilbrigðisþjónustu vegna aurflóðanna er bent á að hafa samband við lækni og fá tilvísun fyrir þjónustunni.

Reynt verður að koma til móts við þá sem hugsanlega þurfa enn áfallahjálp á skömmum tíma. Ef fólk þarfnast upplýsinga vegna hamfaranna á Seyðisfirði í desember 2020 er einnig bent á símanúmer Múlaþings, 4700-700.