24. mars 2021

Fréttir af bólusetningu gegn Covid-19

Bólusetning gegn Covid-19 gengur vel hjá HSA. Allt úthlutað bóluefni frá Embætti Landlæknis er gefið um leið og það er komið í hendur HSA.

Farið er eftir forgangsröðun sem sóttvarnalæknir leggur til við úthlutun bóluefnis. Í næstu viku, dagana 29. og 30. mars verður bólusett í aldurshópum þeirra sem eru fæddir 1949 og fyrr. Þeir sem fá sína fyrstu bólusetningu verða bólusettir með bóluefni AstraZeneca og fá þeir seinni bólusetningu u.þ.b. 12 vikum síðar. Hringt verður í alla þá sem hafa fengið boð um bólusetningu til að staðfesta mætingu því mikilvægt er að ekkert bóluefni fari forgörðum.

Til upplýsinga er hér hlekkur á nýja frétt um að Astra Zeneca bóluefni hafi verið tekið í notkun á ný
https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item44796/Astra-Zeneca-boluefni-i-notkun-a-ny