03. febrúar 2021

66 skammtar af bóluefni bárust HSA í þessari viku

66 skammtar af bóluefni frá Pfizer/BioNTech bárust Heilbrigðisstofnun Austurlands í þessari viku.
Þar með hafa ríflega 400 Austfirðingar hafið bólusetningu.

Skammtarnir sem komu nú fór til sjúkraflutningafólks og lögreglumanna, í að ljúka fyrstu bólusetningu framlínustarfsfólks í heilbrigðisþjónustu og nær alla íbúa fjórðungsins fædda árið 1933 og fyrr.

Bólusett var á Egilsstöðum og í Fjarðabyggð, en þar sem sex skammtar eru í hverju glasi ræður það aðeins ferðinni við bólusetninguna eystra.

Þar með er bólusetning 435 Austfirðinga hafin, þar af hafa 170 manns lokið bólusetningu en gefnir eru tveir skammtar með um þriggja vikna millibili til þess. Von er á næstu sendingu af bóluefni austur eftir tvær vikur

Frétt fengin frá: www.austurfrett.is 

covid_boluefni_egs_0017_web.jpg
Mynd: Gunnar Gunnarsson