22. desember 2020

Hjúkrunarheimilið Dyngja óskar eftir aðstoð

Kæru íbúar.

HSA biðlar til þeirra sem eru eða hafa unnið við aðhlynningu að aðstoða við að manna vaktir um jól og ármót á hjúkrunarheimilinu á Dyngju á Egilsstöðum. Íbúm þar hefur fjölgað tímabundið v. hamfara á Seyðisfirði.  Mikilvægt er á þessari stundu að veita starfsmönnum Fossahlíðar sem lentu í hamförunum svigrúm til að jafna sig.  Því er óhjákvæmilegt og reyndar nauðsynlegt að leita eftir auknum mannafla til að styrkja mönnun á Dyngju um jól og áramót.

Þeir sem geta aðstoðað eru beðnir um að setja sig í samband við Arneyju E. Einarsdóttur í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.