Heimsóknir á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands eru með þeim hætti að hver sjúklingur má fá einn gest daglega í 1 klst. Á hverri sjúkrastofu er einungis einn gestur í einu. Heimsóknartímar eru frá kl. 16-19 og þarf að panta tíma í síma 470-1453. Gestir koma inn að ofanverðu (Boginn) og hringja dyrabjöllu. Við sérstakar aðstæður eru heimsóknir eftir samkomulagi og rætt um það við deildarstjóra.
ATHUGIÐ að gestir mega EKKI koma í heimsókn ef þeir:
a. Eru í sóttkví.
b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
c. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.
e. Hafa verið í útlöndum s.l. 14 daga