26. nóvember 2020

Dagur Sjúkraliða

The European Council of Practical Nurses (EPN) eru Evrópusamtök sjúkraliða og er Sjúkraliðafélag Íslands eitt af aðildarfélögum þessa samtaka.

Í dag 26. nóvember halda EPN upp á daginn með ýmsum hætti. Megin markmið EPN-dagsins er að vekja vekja athygli á störfum og viðfangsefnum sjúkraliða þar sem þeir gegna lykilhlutverki í heilbrigðisþjónustunni.

Í ár er þessu dagur í skugga óvenjulegra erfiðra tíma, þar sem Covid faraldurinn hefur lagst á heilbrigðiskerfið með tilheyrandi álagi og í raun markað djúp spor um allt okkar samfélag. Heilbrigðiskerfið og þar með allir starfsmenn þess hafa lagt sitt að mörkum og sýnt að heilbrigðiskerfið virkar vel þrátt fyrir að gríðarlegt álag hafi verið á starfssemina mánuðum saman.

Sjúkraliðum HSA eru sendar sérstakar kveðjur í tilefni dagsins og um leið þökkuð þau mikilvægu og frábæru störf sem þeir hafa með höndum í starfssemi stofnunarinnar.