03. nóvember 2020

Hægt að panta einkennasýnatöku á heilsuveru.is

Íbúar á Austurlandi geta nú pantað einkennasýnatöku vegna Covid á "mínum síðum" á heilsuvera.is. Þá fær viðkomandi skilaboð þess efnis hvert og hvenær á að mæta.
Vegna fyrirspurna um Covid er netspjall inn á síðunum covid.is og heilsuvera.is. Einnig má hringja í 1700.
 
Bein slóð inn á vef heilsuveru: https://www.heilsuvera.is/