29. október 2020

Fyrirmæli landlæknis um frestun valkvæðra skurðaðgerða

Landlæknir hefur gefið út fyrirmæli sem varðar valkvæðar skurðaðgerðir. Brýnt er að endurskipuleggja heilbrigðisþjónustu þannig að unnt sé að sinna nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu jafnframt því að sinna sjúklingum með COVID-19. Í ljósi alvarlegrar stöðu sem upp er komin á Landspítalanum er forgangsröðun nú nauðsynleg. Frá og með þriðjudeginum 27. október til og með 15. nóvember nk. skal öllum svokölluðum valkvæðum skurðaðgerðum og öðrum ífarandi aðgerðum frestað, hvort sem þær eru framkvæmdar innan eða utan spítala, af opinberum aðila eða einkaaðila. 

Sjá fyrirmælin nánar HÉR.