15. október 2020

Neyðarmóttaka vegna kynferðisofbeldis

Á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands (FSN) er starfrækt neyðarmóttaka vegna nauðgana og kynferðisofbeldis. Vaktljósmæður fjölskyldudeildar sjá um neyðarmóttökuna ásamt vaktlæknum sjúkrahússins. Þar er tekið á móti þolendum kynferðisofbeldis sem eru 15 ára og eldri af báðum kynjum. 

Til að fá aðstoð geta þolendur haft samband við sína heilsugæslu, 1700 eða 112.
Öll mál sem varða börn yngri en 18 ára eru tilkynnt til lögreglu og barnaverndarnefnd. 
Þolendum kynferðisofbeldis yngri en 15 ára er vísað á barnadeild LSH og í Barnahús til skoðunar og mats.

Öllum þolendum, óháð aldri, stendur til boða þjónusta sálfræðings hjá Geðheilsuteymi HSA, óháð því hvort þeir vilja þiggja þjónustu neyðarmóttöku og greiða þeir komugjald fyrir.