16. september 2020

Heimsóknir til íbúa hjúkrunarheimila HSA

Ágætu aðstandendur

Framkvæmdastjórn HSA hefur endurskoðað reglur um heimsóknir til íbúa hjúkrunarheimila HSA. Heimsóknarreglur á hverjum tíma taka mið af útgefnum leiðbeiningum Embættis Landlæknis

Heimsóknarreglur:

 • Allir gestir skulu nota maska á meðan heimsókn stendur.
 • Að öllu jöfnu mæti ekki fleiri en 2 gestir í heimsókn til hvers íbúa hverju sinni.
  Deildarstjóri getur veitt undanþágu ef hann metur það nauðsynlegt:
  • Íbúi er á lífslokameðferð
  • Íbúi veikist skyndilega
  • Um er að ræða neyðartilfelli
  • Hann metur það svo að nauðsynlegt sé að rjúfa þessa reglu
 • Ekki eru ákveðnir heimsóknartímar fyrir gesti en þeir eru beðnir um að fara rakleiðis að herbergi íbúa og aftur að útidyrum að heimsókn lokinni. Ef íbúi býr á tvíbýli þarf að finna heimsókninni annan afmarkaðan stað á deildinni.
 • Gestir mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum heimilis.
 • Gestir skulu virða 1 metra nándarmörk og forðast beina snertingu við íbúa (á ekki við um hjón og sambúðarfólk).
 • Gestir þvo hendur með sápu og spritta áður en gengið er inn á heimili og einnig við brottför. Þeir forðast beina snertingu við íbúa eins og hægt er. MUNIÐ 1 metra nándarmörk!
 • Gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:
  • eru í sóttkví.
  • eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
  • hafa dvalið erlendis og ekki eru liðnir 14 dagar frá heimkomu.
  • hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
  • eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Aðstandendur sem hyggja á heimsóknir inn á hjúkrunarheimili HSA eru sérstaklega beðnir um að gæta ýtrustu smitvarna í sínu daglega lífi og með því minka líkur á smiti.

Með vinsemd og virðingu
Framkvæmdastjórn HSA