20. ágúst 2020

Breyttar reglur um sóttkví, einangrun og sýnatöku á landamærum / Border screening

Farþegar sem koma til Íslands frá og með 19. ágúst geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Börn fædd árið 2005 eða síðar eru undanþegin sýnatöku og sóttkví og sama gildir um þá sem íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest með PCR-prófi að hafi áður fengið COVID-19 sýkingu og lokið einangrun, eða ef COVID-19 sýking hefur verið staðfest með mótefnamælingu. Tengifarþegar sem fara ekki út fyrir viðkomandi landamærastöð þurfa hvorki að fara í sóttkví eða í sýnatöku.

Fyrri skimun er á landamærum, að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 5-6 daga samkvæmt leiðbeiningum um sóttkví í heimahúsi eða leiðbeiningum um sóttkví fyrir fólk sem heimsækir Ísland.

Seinni skimun fer fram á heilsugæslustöðum  og hægt er að fara í skimun víðs vegar um landið. Vinsamlegast athugið mismunandi opnunartíma. Sóttkví er aflétt þegar neikvæð niðurstaða fæst úr seinni skimun. Jákvæð niðurstaða leiðir alltaf til einangrunar og ber þá að fylgja leiðbeiningum um einangrun í heimahúsi. Greining, meðferð og eftirlit tilkynningarskyldra sjúkdóma, þar með talið COVID-19, er sjúklingi að kostnaðarlausu. Þetta á ekki við um valkvæða sýnatöku vegna COVID-19. Nánari upplýsingar á www.covid.is 

SEINNI LANDAMÆRASKIMUN Á EGILSSTÖÐUM er í gamla Blómabæ á Egilsstöðum (húsið er við hliðina á Bónus) alla virka daga frá kl 8:30-12IE var með skimun í þessu sama húsnæði í vetur. Ekki þarf að bóka í þessa skimun, fólk getur mætt ef það er komið með seinni barkóðan (e. Barcode)Athugið að við getum eingöngu tekið við fólki í Blómabæ sem er með barkóðann. Seinni barkóðinn er sendur eftir kl. 16 á 4 degi. 

Einkennaskimun verður við bílskúrinn, við heilsugæsluna á Egilsstöðum alla virka daga frá kl. 8-8:45. Athugið að í einkennaskimun þarf að bóka tíma með því að fá símatíma hjá heilsugæslunni, s. 470-3000. 

ENGLISH: 

Passengers arriving in Iceland on and after 19 August 2020 may choose either to submit to two screening tests for COVID-19, separated by five days’ quarantine until the results of the second test are known, or else not to undergo border screening but instead to spend 14 days in quarantine after arrival. Children born in or after 2005 are exempt from the screening and quarantine requirements, and the same exemption applies to persons who have been certified by the Icelandic health authorities, following a PCR test, as having previously been infected with COVID-19 and have completed a period of isolation, or if they have been shown by antibody measurements to have recovered from COVID-19.  Transit passsengers who do not leave the terminal facilities at the border are not required to undergo screening or quarantine.

The first screening test is upon arrival, after which the passengers must go into quarantine for 5-6 days according to the Instructions for home-based quarantine or the Instructions for quarantine for visitors in Iceland.

The second screening test takes place at health care services and it is possible to undergo screening all over the country. Please note the different opening hours. Quarantine is released when a negative result is obtained from the second screening test. A positive result always leads to isolation and the Instructions for persons under home-based isolation must be followed. Further information on www.covid.is

SCREENING IN EGILSSTAÐIR

The 2nd screening COVID tests are taken from 8:30-12:00 from Monday – Friday at Blómvangur 31, the building is next to Bónus supermarket, location is shown on the map below.

There is no need to make an appointment, but it is important to have the second barcode for the test with you. Travellers can not enter the 2nd screening without the second barcode. People receive the second barcode after 4 PM on the 4th day after the first screening. 

Location information:
 https://ja.is/kort/?d=hashid%3AGP3qp&x=714430&y=537194&type=map&nz=15.16

Covid test

Inkedblomvangur 31 LI