12. ágúst 2020

Upplýsingar um COVID-19 skimanir á Egilsstöðum / IMPORTANT INFORMATION REGARDING THE 2ND SCREENING TEST FOR COVID-19

Landamæraskimun, það er, seinni landamæraskimun hjá fólki sem mun dvelja lengur en 10 daga á Íslandi og hafa fengið tölvupóst eða skilaboð þess efnis að þau eigi að mæta í skimun geta mætt í gamla Blómabæ á Egilsstöðum, húsið er við hliðina á Bónus, alla virka daga frá kl 8:30-12IE var með skimun í þessu sama húsnæði í vetur.

Það er verið að merkja húsið og setja merkingar við vegi þannig að vonandi fer þetta ekki fram hjá neinum. Ekki þarf að bóka í þessa skimun, fólk getur bara mætt ef það er með barkóða (e. Barcode). Ef það er ekki með hann að einhverri ástæðu, er hægt að skrá sig inn á visit.covid.is eða heimkoma.covid.isFerðamenn eiga að vera búnir að þessu fyrir komu til landsins en einstaka einstaklingar hafa farið einhverja aðra leið og því ekki inn í þessu skimunarkerfi. Athugið að við getum eingöngu tekið við fólki í Blómabæ sem er með barkóðann.

Einkennaskimun verður við bílskúrinn, við heilsugæsluna á Egilsstöðum alla virka daga frá kl. 8-8:45. Athugið að í einkenna skimun þarf að bóka tíma með því að fá símatíma hjá heilsugæslunni, s. 4703000. 

Hér að neðan er staðsetning hússins sýnd með rauðum krossi á kortinu ásamt mynd af húsnæðinu. Keyrt er inn götuna Blómvang sem er við hliðina á Bónus húsnæðinu, þá blasir stórt malarbílastæði á vinsti hönd. 

English:

IMPORTANT INFORMATION REGARDING THE 2ND SCREENING TEST FOR COVID-19.

All those travelling to Iceland and that are going to stay for more than 10 days need to have a 2nd COVID-19 test.

The 2nd screening COVID tests are taken from 8:30-12:00 from Monday – Friday at Blómvangur 31, the building is next to Bónus supermarket, location is shown on the map below.

There is no need to make an appointment, but it is important to have the second barcode for the test with you. People receive the second barcode by e-mail when the results of the first screening are available.

More informationhttps://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item42633/COVID-19-Border-Testing 
https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item42259/Heimkomusmitg%C3%A1t%20enska%205.8.2020.pdf

https://www.covid.is/english

Location information: https://ja.is/kort/?d=hashid%3AGP3qp&x=714430&y=537194&type=map&nz=15.16

Covid test

Inkedblomvangur 31 LI