10. ágúst 2020

Geðheilbrigðisþjóunusta HSA - COVID-19

Vegna óvissuástands sem ríkir í þjóðfélaginu vegna yfistandandi COVID-19 faraldurs vill geðheilbrigðisþjóunusta HSA minna á að margir geta fundið fyrir vanlíðan í þessum kringumstæðum. Í ljósi þess mun geðheilbrigðisþjónusta HSA bjóða þeim skjólstæðingum HSA, sem að glíma við mikla andlega vanlíðan í tengslum við COVID- 19, upp á símatíma hjá geðheilbrigðisstarfsfólki.

Hér er sér í lagi verið að hugsa um þann hóp sem er með undirliggjandi geðsjúkdóma. Bókað er í símtölin í gegnum síma 470-3066.