10. júní 2020

Kæru íbúar Fjarðabyggðar

Vegna Covid 19 faraldursins voru gerðar verulegar skipulagsbreytingar á heilbrigðisþjónustu HSA.

Vegna breytinga á mönnun heilbrigðisstarfsfólks yfir sumartímann hefur verið ákveðið að viðhalda að mestu leyti verkaskiptingu milli heilsugæslanna í Neskaupstað annarsvegar og á Eskifirði/Reyðarfirði hinsvegar, óháð búsetu.

Dagþjónusta heilsugæslunnar í Neskaupstað verður áfram minni í sniðum.

Gæsluvakt í Neskaupstað sinnir alvarlegum veikindum og slysum þar sem leikur grunur á beinbrotum. Gæsluvakt á Eskifirði/Reyðarfirði sinnir öðrum erindum.

Allar bókanir í tíma samdægurs fara í gegnum símsvörun hjúkrunarfræðinga og skjólstæðingar verða bókaðir í tíma hjá lækni ef þörf krefur, en staðsetning fer eftir eðli vandamálsins.