09. júní 2020

Sumaropnun heilsugæslunnar í Fjarðabyggð

STÖÐVARFJÖRÐUR: LOKAÐ verður á heilsugæslunni á Stöðvarfirði frá 15. júní - 5. júlí. Lyfjaafgreiðsla fer þó fram á föstudögum á breyttum tíma milli 14-15

Stöðvarfjarðar-þriðjudaginn 16. júní verður læknamóttaka á Breiðdalsvík í staðinn. 6 júlí hefst aftur fyrri opnun: þri 9-15 og lyfjaafgreiðsla föst 10:30-13:00

​FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: LOKAÐ verður á heilsugæslunni á Fáskrúðsfirði á mánudögum frá og með 22. júní en OPIÐ ALLA FIMMTUDAGA Í SUMAR frá 8-12 og 13-16. Móttaka sjúkraþjálfara er á þriðjudögum frá 8-12 og 13-16 og verður sumarfrístími tilkynntur sérstaklega síðar.

ESKIFJÖRÐUR: Óbreytt opnun verður á Eskifirði í sumar - opið mán-fim frá 8-12 og 13-16 og föst 8-12, með eftirfarandi undartekningu þó - LOKAÐ VERÐUR Á ESKIFIRÐI FÖSTUDAGINN 19. JÚNÍ OG MÁNUDAGINN 22. JÚNÍ. (öll heilsugæsluþjónusta fer fram á Reyðarfirði þá daga (fyrir utan þjónustu í Neskaupstað)).

NESKAUPSTAÐUR: Læknamóttaka á Neskaupstað verður á mánudögum og fimmtudögum í sumar frá 10-15, þá daga verður einnig hjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni sem tekur að sér sérvalin verkefni.

REYÐARFJÖRÐUR: Óbreytt opnun verður á Reyðarfirði í sumar - opið alla daga frá 8-12 og 13-16

DJÚPIVOGUR: Óbreytt opnun verður á Djúpavogi í sumar -  opið  mán og mið 9-12 og 13-16 , fim og föst 9-12. Lyfjaafgreiðsla er á þriðjudögum frá 9-12- en með þeirri undantekningu þó að einstaka þriðjudaga flyst lyfjaafgreiðsla til á þriðjudögum. Verður það auglýst sérstaklega á heilsugæslunni á Djúpavogi.

BREIÐDALSVÍK: Óbreytt opnun verður á Breiðdalsvík í sumar - opið þri 9-15. Lyfjaafgreiðsla er á fimmtudögum frá 9-14.