Inflúensa
Hausti og vetri fylgja að jafnaði almennt kvef og fleiri umgagnspestir, auk inflúensunnar. Þessi tími er kominn og fyrstu inflúensutilvikin hafa þegar greinst í landinu og m.a. er eitt slíkt staðfest á Austurlandi. Inflúensubólusetningar eru í fullum gangi fyrir hefðbundna áhættuhópa samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Þá er það einnig til skoðunar af hálfu sóttvarnalæknis að bjóða börnum á aldrinum 6 mánaða til 2,5 ára influensubólusetningar. Af þeim sökum erum við beðin um að fresta bólusetningu annarra en áhættuhópa þar til síðar til að eiga bóluefni fyrir börnin.
Persónulegar sóttvarnir
Sú reynsla og þekking sem við höfum öll fengið af því að lifa með Covid-19 í samfélaginu hefur kennt okkur hve persónulegar sóttvarnir skipta miklu til að verja sjálf okkur og þá sem við umgöngumst fyrir öllum smitsjúkrómum. Spritt og handþvottur sýndu sig á Covid-19 tímum að draga mjög úr öðrum pestum og minnka þörf fyrir sýklalyf. Grímunotkun er einnig góð vörn og er valkostur hvers og eins.
Tileinkum okkur áfram að þegar við höfum kvef og önnur pestareinkenni vera tillitssöm við aðra gagnvart mögulegri smitdreifingu.
Einstaklingar og fyrirtæki ættu því áfram að hafa sprittið aðgengilegt fyrir sig og sína.
Covid 19 – smit, sýnatökur og bólusetning
Síðastliðna mánuði hefur mjög dregið úr Covid-19 tengdu álagi á Austurlandi. HSA býður áfram upp á sýnatökur, ekki á ákveðnum auglýstum tímum heldur þarf að hafa samband við heilsugæslustöð til þess að panta tíma. Mjög fáir, um 0-2 á viku mæta í slíka sýnatöku á Reyðarfirði og Egilsstöðum en henni verður enn um sinn haldið áfram. Auk þess tekur fagfólk HSA Covid-19 sýni þegar einkenni sjúkllinga kalla á slíkt. Einn sjúklingur liggur nú inni með Covid-19 á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands.
Bólusetning gegn Covid-19 gengur vel hjá okkur en samkvæmt Embætti landlæknis boðum við alla 60 ára og eldri í örvunarbólusetningu (bólusetning nr 4) og er því átaki senn að ljúka. Notuð er ný útgáfa af Pfizer sem á að virka betur gegn þeim afbrigðum veirunnar sem nú eru í gangi. Áfram verður bólusett eftir eftirspurn og er öllum frá 18 ára aldri einnig velkomið að óska eftir örvunarskammti nr 3 eða 4.
Þeir sem eru óbólusettir en hafa áhuga á grunnbólusetningu (bólusetning 1 og 2) er bent á að hafa samband sem fyrst því eftir áramótin verður takmarkað framboð af því bóluefni.