27. október 2022

Mælt með ferðamannabólusetningu við barnaveiki og mænusótt

HSA vekur athygli á að sóttvarnalæknir mælir með bólusetningu gegn barnaveiki og mænusótt fyrir öll ferðalög erlendis, fyrir 24 ára og eldri sem ekki hafa fengið slíkar bólusetningar á sl. 10 árum.

Foreldrar barna sem munu ferðast á næstunni eru hvattir til að staðfesta að börn hafi fengið alla skammta sem mælt er með m.v. aldur. Hægt er að sjá bólusetningar sem gerðar hafa verið hér á landi frá 2004 í Heilsuveru. Tilefnið er aukinn innflutningur barnaveiki til Evrópu það sem af er ári og dreifing mænusóttarveiru í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar. Gefin er ein samsett sprauta – Boostrix Polio sem er gegn barnaveiki, stífkrampa, kíghósta og mænusótt og gildir í 10 ár.

Þeir sem vilja panta bólusetninguna sendi póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Lesa nánar: Ráðleggingar um bólusetningar við barnaveiki og mænusótt október 2022

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Lagarás 22
700 Egilsstaðir
kt. 610199-2839
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.