19. október 2022

Bólusetningar gegn Covid-19 - Grunnbólusetning og örvunarskammtar

Samkvæmt tilmælum Landlæknis erum við nú að boða 60 ára og eldri í fjórðu bólusetninguna.

Yngri en 60 ára er velkomið að óska eftir bólusetningunni.  

Örvunarskammtar (bólusetning nr 3 og 4)  eru gefnir með nýrri útgáfu af Pfizer sem á að virka betur gegn þeim afbrigðum veirunnar sem nú eru í gangi. 

Grunnbólusetningin (bólusetning 1 og 2) er gefið með eldri útgáfunni af Pfizer. 

Þeir sem eru óbólusettir en hyggja á bólusetningu er bent að hafa samband sem fyrst því um áramótin verður takmarkað magn af því í landinu.

Þeir sem óska eftir bólusetningu sendi póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða láti vita á móttöku heilsugæslustöðva.