06. október 2022

Bólusetning gegn árlegri inflúensu

Forgangshópar eru hvattir til að mæta og eru:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum
  • Barnshafandi konur
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan

Vakin er athygli á að tvær vikur verða að líða á milli inflúensubólusetningar og Covid bólusetningar hafi þær ekki farið fram samtímis.

Tímabókanir á heilsugæslustöðvum nema á Egilsstöðum. Þar frá og með mán. 10.okt verður opin móttaka milli kl. 13 og 15 í bólusetningu (lokað 13.10).

Frá 17. október verður opnað fyrir almennar tímabókanir.