04. október 2022

Málþing til heiðurs Guðmundi Sigurðssyni

Heilbrigðisstofnun Austurlands boðar til Málþings til heiðurs Guðmundi Sigurðssyni lækni (f.20.07. 1942 – d.05.09. 2016) sem kom til Egilsstaða 1971 þá 29 ára að aldri.
Guðmundur þróaði starf heilsugæslustöðvarinnar á Egilsstöðum; bætti sjúkraskráningu, skipulagði bráðaviðbúnað og sjúkraflutninga. Liður í því starfi var að Guðmundur gerðist aðal hvatamaður að stofnun Flugfélags Austurlands 1972 sem gjörbylti sjúkraflutningum í lofti frá öllu Austurlandi. Þekktastur er Guðmundur fyrir Egilsstaðarannsóknina brautryðjandi verk á sviði rafrænnar skráningar á samskiptum íbúa við heilsugæslustöð.
 
4022 HSA mling 1 1 page 0001