30. september 2022

VOPNAFJÖRÐUR - Bólusetning gegn Covid-19 fyrir 60 ára og eldri.

Vegna þess hve margir fengu ekki sms með boði þegar við bólusettum í gær munum við bjóða bólusetningu aftur á heilsugæslunni Vopnafirði mánudaginn 3. október kl 14:15 – 15:15.

Bólusett verður með nýrri útgáfu af bóluefni frá Pfizer sem á að virka betur gegn þeim afbrigðum veirunnar sem nú eru í gangi. Sóttvarnarlæknir hefur nú heimilað að gefa 60 ára og eldri á sama tíma bóluefni við Covid-19 og bóluefni við inflúensu. Þau sem koma í Covid bólusetninguna hafa því val um hvort þau vilja inflúensubólusetningu um leið.  
Bólusetning við Covid-19 verður landsmönnum áfram að kostnaðarlausu en innheimt verður hefðbundið komugjald fyrir bólusetningu við inflúensu.

Síðar verður auglýst tímasetning á inflúensubólusetningu fyrir þau sem vilja hana eingöngu.

Þeir sem eru yngri en 60 ára er velkomið að óska eftir Covid bólusetningu á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Lagarás 22
700 Egilsstaðir
kt. 610199-2839
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.