22. febrúar 2022

Tilkynning frá HSA

Smitum á Austurlandi fjölgar hratt og hefur það mikil áhrif á starfsemi HSA. Vaxandi fjöldi starfsmanna er frá vinnu vegna Covid-19 og að óbreyttu mun það hlutfall hækka á næstu dögum með tilheyrandi áhrifum á starfsemi HSA. Vegna þessa getur þurft að forgangsraða þeirri þjónustu með HSA veitir en á heilsugæslustöðvum er áhersla lögð á bráðaþjónustu og fyrirséð að við munum neyðast til að afbóka eitthvað af bókuðum tímum.

Íbúar á Austurlandi eru beðnir um að sýna stöðunni skilning og vonandi komumst við yfir þessar erfiðu aðstæður sem allra fyrst.