09. febrúar 2022

Mér líður eins og ég hugsa; 6 vikna námskeið í hugrænni atferlismeðferð (HAM)

Sálfræðiþjónusta HSA mun halda námskeið í hugrænni atferlismeðferð á Egilsstöðum 28.febrúar til 04.apríl 2022. Námskeiðið verður í Austurbrú, að Tjarnarbraut 39e (Vonarland)  einu sinni í viku, á mánudögum frá kl. 13-15.

Leiðbeinendur verða Sigurlín H. Kjartansdóttir, sálfræðingur og Védís Klara Þórðardóttir, hjúkrunarfræðingur í geðheilsuteymi HSA.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem glíma við erfiðar tilfinningar í daglegu lífi en einkum er lögð áhersla á kvíða og þunglyndiseinkenni. Meginmarkmið námskeiðsins er að þátttakendur læri og þjálfist í grundvallar aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar sem nýtast til að takast á við margvísleg tilfinningaleg vandamál.

Athugið að takmörkuð pláss eru í boði á námskeiðið og að farið er eftir settum sóttvarnarreglum. Námskeiðsgjald er 5000 kr og innifalið í því er handbók og kaffi.

Skráning á námskeiðið fer fram í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Við skráningu þarf að koma fram nafn, kennitala, símanúmer og netfang.

Til frekari upplýsinga hafið samband við Védísi K. Þórðardóttur, á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.