11. nóvember 2021

Alþjóðadagur Sykursjúkra

Sykursjkir


Þann 14. Nóvember er alþjóðadagur sykursjúkra og verða Samtök sykursjúkra 50 ára þann sama dag.

Boðið er til veislu á Grand Hótel, sjá nánar á diabetes.is.
Þema dagsins í ár og næstu tvö ár (2021-23) er aðgangur sykursjúkra að heilbrigðisþjónustu.


Milljónir hafa ekki aðgang að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu en sjúklingar með sykursýki þurfa samfellda heilbrigðisþjónustu til meðhöndlunar á sykursýki og til að fyrirbyggja fylgikvilla hennar.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni worlddiabetesday.org