14. september 2021

Bólusetningar í viku 37

Bólusett verður í heilsugæslunni á Egilsstöðum og í Kirkjumiðstöðinni á Eskifirði miðvikudaginn 15. september.
 
Búið er að bjóða einstaklingum á Austurlandi 70 ára og eldri að koma og fá örvunarbólusetningu með Pfizer ef 3 mánuðir eða meira eru frá skammti nr. 2.
Þeir sem eru 60 – 69 ára munu fá samsvarandi boð ef liðnir eru a.m.k. 6 mánuðir frá skammti nr. 2, sama hvaða bóluefni viðkomandi fékk.
 
Ef einhverjir, sem framangreind skilmerki eiga við, hafa ekki fengið boð í bólusetningu eru þeir beðnir um að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.