Í dag hafa borist niðurstöður úr sýnatöku hjá íbúum og starfsfólki Dyngju. Þau sýni sem voru tekin í gær eru öll neikvæð. Áfram eru þó nokkrir heimilismeðlimir og starfsmenn í sóttkví. Búist er við að heildarsýnatöku ljúki á morgun og niðurstöðu er að vænta á mánudag. Við biðlum því til aðstandenda að koma ekki í heimsókn á hjúkrunarheimilið fyrr en niðurstöður úr allri sýnatöku hafa borist.