06. ágúst 2021

Tilkynning frá framkvæmdastjórn HSA

Í ljósi þess að upp hefur komið smit hjá starfsmanni hjúkrunarheimilisins Dyngju hefur verið brugðist við með því að setja þá sem mögulega eru útsettir fyrir smiti í sóttkví.  Allir starfsmenn og íbúar Dyngju hafa verið skimaðir og er niðurstöðu að vænta úr þeirri skimun á morgun laugardaginn 7.ágúst.  Á meðan ekki liggur fyrir niðurstaða sýnatökunnar sem fram fór í dag óskum við eftir því að aðstandendur komi ekki í heimsókn.  Þeim takmörkunum verður aflétt eins fljótt og mögulegt er.