Hjúkrunarheimili


Heilbrigðisstofnun Austurlands rekur hjúkrunarheimili á Egilsstöðum, Seyðisfirði og hjúkrunardeild innan Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað.

Önnur hjúkrunarheimili fjórðungsins eru rekin beint af sveitarfélögum, sem og íbúðir fyrir aldraða. Upplýsingar þar að lútandi fást hjá viðkomandi sveitarfélögum.

Þau gildi sem HSA hefur að leiðarljósi við þjónustu og umönnun á hjúkrunarheimilum eru:
Virðing - Öryggi - Fagmennska

Bæklingur: Velkomin á hjúkrunarheimili HSA
Í þessum bæklingi má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um þjónustu hjúkrunarheimila HSA sem hjálpa íbúum og aðstandendum þeirra að undirbúa flutning á nýtt heimili. Hægt er að nálgast bæklinginn HÉR.

Hjúkrunarstefna HSA er stýrandi fyrir þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum stofnunarinnar. Meðal þjónustuþátta sem viðmið eru sett um eru hjúkrun og umönnun, læknisþjónusta og lyf, endurhæfing, sálgæsla, dægrastytting, fæði, húsnæði, umhverfi og fjármál íbúa. 
Hægt er að lesa nánar um þessa þjónustuþætti hér: Stefna hjúkrunar á hjúkrunarheimilum HSA

Lífssagan
Þegar íbúi flytur á hjúkrunarheimili HSA biðjum við aðstandendur að fylla út með viðkomandi spurningalista sem við köllum lífssögu. Spurt er um ýmislegt sem hjálpar starfsfólki að kynnast þeim einstaklingi sem er að flytja á heimilið. Við hvað starfaði heimilismaðurinn áður, á hann mörg börn, hvaða áhugamál hefur hann og svo framvegis. Starfsfólk getur veitt ráðgjöf eftir þörfum við útfyllingu blaðanna. Hægt er að nálgast blaðið HÉR.


Hjúkrunarheimilið Dyngja - Egilsstöðum

v/Blómvang
700 Egilsstaðir
Sími: 470 3040
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Beinir símar:
Brekka: 470 3076
Ás: 470 3077
Hlíð: 470 3078
Fell: 470 3079

Hjúkrunarheimili Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað

Mýrargötu 20
740 Neskaupstaður
Sími: 470 1460
Sími íbúa: 470 1465

Hjúkrunarheimilið Fossahlíð – Seyðisfirði

Suðurgötu 8
710 Seyðisfirði
Sími: 470 3060

Færni- og heilsumatsnefnd

Færni- og heilsumatsnefnd starfar fyrir Austurland
Starfsmaður nefndarinnar, Halla Eiríksdóttir, svarar almennum fyrirspurnum um umsóknarferlið og umsóknir í vinnslu.  Einnig er veitt ráðgjöf um val á hjúkrunarheimilum og þau úrræði sem bjóðast einstaklingum til stuðnings áframhaldandi búsetu á eigin heimili.  Alla jafna er miðað við að ekki líði meira en fjórar vikur frá því að nefndinni berst beiðni um færni-og heilsumat þar til að niðurstaða liggur fyrir.  Starfsmaður nefndarinnar óskar eftir vottorðum frá fagfólki sem kemur að þjónustu við umsækjendur.  Niðurstaða matsins er tilkynnt skriflega um leið og hún liggur fyrir. Sími starfsmanns Færni- og heilsumatsnefndar er 865-0026 á dagvinnutíma og netfangið er: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.