Sálfræðingar á heilsugæslustöðvum HSA sinna meðferð barna, ungmenna og fullorðinna. Sálfræðingar starfa sem hluti af þverfaglegum teymum innan heilsugæslu og í samvinnu við skóla og félagsþjónustu.
Læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður vísa til sálfræðinga innan HSA.
Tilvísanir utan HSA koma frá sérfræðingum á öðrum stofnunum, Félagsþjónustu og Barnavernd svo dæmi sé tekið.
Sálfræðingaþjónusta fyrir fullorðna:
Þjónusta sálfræðinga felur í sér mat á vanda, meðferðaráætlun og sálfræðimeðferð, bæði einstaklings- og hópmeðferð. Þjónustan á einnig við um konur í mæðravernd- og foreldra með börn í ungbarnaeftirliti.
Áhersla er lögð á meðferð við þunglyndi, kvíða og áföllum þar sem vandinn er vægur eða miðlungs alvarlegur.
Ef vandi reynist alvarlegur í matsviðtali þá er vísað áfram í viðeigandi meðferð utan heilsugæslu eða inn í Geðheilsuteymi HSA.
Heilsugæslan býður reglulega upp á HAM meðferð sem fer fram í hóp einu sinni í viku, tvo tíma í senn, í alls sex skipti. Meðferðin fer fram á Egilstöðum og á Eskifirði á dagvinnutíma. Meðferðin er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri og er öllum opin. Fyrir nánari upplýsingar um Ham meðferðina og næstu hópa er hægt að hafa samband við yfirsálfræðing í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Meðferðin felur í sér fræðslu, umræður og heimaverkefni. Sálfræðingar stjórna meðferðinni með þátttöku annarra fagstétta innan Geðheilsuteymis HSA.
Kostnaður: Einstaklingsviðtöl hjá sálfræðingi kosta 700 kr. sem er hefðbundið komugjald. Kostnaður vegna Ham hópmeðferðar er komugjaldið x 6 skipti auk bókar og nemur í heild 10.600 krónum. Hægt er fá kvittun fyrir gjaldinu og nýta sér styrk frá stéttarfélagi upp í kostnaðinn.
Sálfræðingar á heilsugæslustöðvum HSA sinna meðferð barna, ungmenna og fullorðinna. Sálfræðingar starfa sem hluti af þverfaglegum teymum innan heilsugæslu og í samvinnu við skóla og félagsþjónustu.
Læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður vísa til sálfræðinga innan HSA.
Sálfræðingur á heilsugæslustöð veitir börnum meðferð vegna hegðunar- og tilfinningavanda og foreldrum þeirra ráðgjöf. Þjónustan er gjaldfrjáls.
Sálfræðiþjónusta fyrir börn og unglinga innan HSA. Meðferð barna og unglinga frá 12 til 18 ára við vægum til miðlungs alvarlegum tilfinninga- og hegðunarvanda. Almennt er miðað við 4-6 viðtöl.
Fyrir börn yngri en 12 ára er eingöngu um ráðgjafarþjónustu við foreldra eða foreldrameðferð út af tilfinningavanda barna þeirra að ræða. Almennt er miðað við 1-3 viðtöl til að meta vandann og kortleggja. Barnið er eftir atvikum með í einu af þessum viðtölum. Að matsvinnu lokinni koma næstu skref í ljós.
Hægt að búast við markvissri foreldramiðaðri meðferð í 4-6 skipti, tilvísun í hópmeðferð innan HSA eða tilvísun í önnur úrræði eða í greiningarvinnu ef talin er þörf á því.
Samstarf
Sálfræðingar á heilsugæslustöðvum eru í samstarfi við lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður stöðvarinnar.
Aðrir samstarfsaðilar eru t.d. Félagsþjónusta og Skólaskrifstofa Austurlands, Barna- og unglingageðdeild Landspítala, Barna og unglingateymi Sjúkrahúss Akureyrar, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Þroska- og hegðunarstöð og Barnavernd.
Ýmsir meðferðaraðilar, m.a. Geðsvið Landspítala og Reykjalundur bjóða að jafnaði upp á námskeið í hugrænni atferlismeðferð. HAM – umfjöllun í Læknablaðinu.
Heimasíða Geðhjálpar
Stofnað hefur verið geðheilsuteymi innan HSA sem hefur það hlutverk að veita geðheilbrigðisþjónustu fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem greindir eru með geðsjúkdóm og þurfa á þéttri þverfaglegri aðstoð að halda, þar sem geðröskun er aðalvandi.
Starfsfólk:
Sigurlín H. Kjartansdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri
Eygló Daníelsdóttir, málastjóri / iðjuþjálfi
Ragnhildur Jónasdóttir, málastjóri / félagsráðgjafi
Védís Klara Þórðardóttir, málastjóri / hjúkrunarfræðingur
Kristinn Tómasson, geðlæknir
Þóra Elín Einarsdóttir , sjúkraþjálfari
Þórey Þormar, málastjóri / sálfræðingur
Harpa Rún Björnsdóttir, ritari
Hlutverk:
Teymið sinnir einstaklingum 18 ára og eldri sem greindir eru með geðsjúkdóm og þurfa á þéttri þverfaglegri aðstoð að halda, þar sem geðröskun er aðalvandi.
Einstaklingur telst vera með geðröskun ef hann býr við andlega líðan eða ástand sem skerðir möguleika hans til lífsgæða, tilfinningalegra og/eða félagslegra samskipta, þátttöku í námi eða starfi eða virkni í samfélaginu að öðru leyti.
Teyminu er ekki ætlað að sinna bráðatilfellum en leitast verður við að mæta þörfum nýrra skjólstæðinga eins fljótt og auðið er.
Helstu verkefni:
Sérhæfð meðferð til skamms eða lengri tíma.
Ráðgjöf til heilsugæslustöðva við meðhöndlun geðsjúkdóma
Flæði notenda milli teymis og heilsugæslustöðva, Geðsvið Sjúkrahússins á Akureyti, Geðsviðs Landspítala Háskólasjúkrahúss og annarra geðúrræða og stofnana
Árangur mældur með viðurkenndum aðferðum og mælitækjum
Geðheilsuteymi HSA sinnir EKKI
Kostnaður:
Almennt komugjald er 700 kr og vitjun heim á dagvinnutíma kostar 3400 kr (utan dagvinnutíma 4500 kr). Undanþegnir frá því gjaldi eru öryrkjar og lífeyrisþegar.
Verkferlar:
Teymisstjóri fer yfir allar umsóknir, umsóknum er vísað frá ef nauðsynlegar upplýsingar vantar. Skjólstæðingar eru kallaðir inn í inntökuviðtal þar sem farið er yfir sögu viðkomandi og einkenni kortlögð, notaðir eru sértækir sjálfsmatslistar eftir þörfum. Á grunni þeirra upplýsinga sem aflað er, er sett upp meðferðaráætlun, með skýrum markmiðum og tímaramma. Meðferðarvinna er unnin út frá þver- og fjölfaglegri nálgun þar sem notast verður við gagnreyndar aðferðir og farið eftir klínískum leiðbeiningum. Endurmat er á 3, 6 eða a.m.k. 12 mánaða fresti þar sem farið er yfir nýtingu þjónustunnar og árangur meðferðar metinn. Útskrift er ætíð byggð á mati á fyrrnefndum atriðum.
Hlutverk áfallateyma er að veita almenningi áfallahjálp þegar yfir dynja meiriháttar áföll, svo sem;
Samráðshópur um áfallahjálp starfar á vegum Almannavarna ríkisins og stjórnar áfallahjálparviðbrögðum vegna almannavarnaástands, s.s. náttúruhamfara.
Áfallateymi Austurlands er skipað fulltrúum heilsugæslu, félagsþjónustu og kirkju. Teymið sinnir/miðlar áfallahjálp innan fjórðungs, fræðslu og forvörnum.
Fá má nánari upplýsingar hjá forsvarsmanni teymisins; Sigríði Tryggvadóttur presti, s. 698-4958 og hjá heilsugæslustöðvum.
Hægt er að hringja á Heilsugæslusvið HSA í s. 470-3000 og fá bókaðan tíma hjá Ragnhildi Jónasdóttur félags-ráðgjafa/fjölskyldufræðingi til að greina sálfélagslegan vanda og veita skjólstæðingnum stuðning, ráðgjöf og viðeigandi fræðslu. Ragnhildur sinnir einnig fjölskyldu- og parameðferð.
Ragnhildur býður upp á einstaklingsviðtöl fyrir fólk á aldrinum 13 ára og eldri. Almennt er miðað við 4-6 viðtöl. Kostnaður vegna viðtala er 700 kr. Undanþegnir eru börn, öryrkjar og lífeyrisþegar. Einstaklingum sem þurfa aðstoð við umsóknir örorku, endurhæfingarlífeyri og fjárhags- eða búsetuaðstoð er bent á hafa samband við Félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags eftir aðstoð.
Markmið félagsráðgjafar er að vinna með samskipti, einnig að finna hjálpleg bjargráð og lausnir til að efla sálrænt og félagslegt heilbrigði einstaklingsins og fjölskyldu hans.
Öldrunarþjónusta
https://www.hsa.is/index.php/gedhvernd-og-afoell
*læt hyperlinka fylgja með. Látið mig vita ef það er bras við að opna þá.
Geðvernd og áföll
Heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður vegna vanlíðunar, geðraskana og sálfélagslegra vandkvæða. Þaðan er fólki beint áfram til sérfræðinga.
Spurning hvort hægt væri að koma þessu í svona hliðarstiku til að velja flokk: Áföll, þjónusta geðlækna og sálfræðinga, þolendur kynferðisofbeldis.
Hlutverk áfallateyma er að veita almenningi áfallahjálp þegar yfir dynja meiriháttar áföll, svo sem;
Samráðshópur um áfallahjálp starfar á vegum Almannavarna ríkisins og stjórnar áfallahjálparviðbrögðum vegna almannavarnaástands, s.s. náttúruhamfara.
Áfallateymi Austurlands er skipað fulltrúum heilsugæslu, félagsþjónustu og kirkju. Teymið sinnir/miðlar áfallahjálp innan fjórðungs, fræðslu og forvörnum.
Fá má nánari upplýsingar hjá forsvarsmanni teymisins; Sigríði Tryggvadóttur presti, s. 698-4958 og hjá heilsugæslustöðvum.
Þjónusta geðlækna og sálfræðinga
Heimilislæknar sinna tilvísunum vegna sálfræði- og geðlæknisþjónustu og einnig getur fólk að sjálfsögðu leitað milliliðalaust til sjálfstætt starfandi sálfræðinga og geðlækna*.
Þrír sálfræðingar starfa hjá HSA; Gyða Dröfn Hjaltadóttir, Kolbjörg Lilja Benediktsdóttir og Sigurlín Hrund Kjartansdóttir yfirsálfræðingur. Leitið nánari upplýsinga um sálfræðiþjónustu innan HSA á næstu heilsugæslustöð.
Til að styrkja geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi er starfrækt geðteymi þar sem að koma ýmsar fagstéttir innan HSA.
*Sjálfstætt starfandi sálfræðingur sem starfar að nokkru leyti á Austurlandi:
Edda Vikar sálfræðingur, tímapantanir hjá heilsugæslu HSA í síma 470-3000 kl. 08:30-16:00.
*Sjálfstætt starfandi geðlæknir sem starfar að nokkru leyti á Austurlandi:
Sigmundur Sigfússon geðlæknir á Akureyri hefur sinnt sjúklingum á Austurlandi skv. tilvísun. Leitið nánari upplýsinga hjá læknum HSA og heilsugæslu.
Aðstoð við börn og ungmenni með geðrænan vanda
ABG-verkefni HSA fjallar um aðstoð við börn og ungmenni með geðrænan vanda.
Hugræn atferlismeðferð
Meginmarkmið hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) er að þátttakendur læri og þjálfist í aðferðum til að takast á við ýmis tilfinningaleg vandamál. Ekki er óalgengt að vandi komi upp hjá fólki þegar það stendur á tímamótum í lífinu, svo sem við veikindi, skilnað, atvinnumissi, ástvinamissi og jafnvel við fæðingu barns. Þá þjást sumir af kvíða og þunglyndi án þess að gera sér grein fyrir hvers vegna.
Ýmsir meðferðaraðilar, m.a. Geðsvið Landspítala og Reykjalundur bjóða að jafnaði upp á námskeið í hugrænni atferlismeðferð. HAM – umfjöllun í Læknablaðinu.
Þolendur kynferðisofbeldis
Hafið samband við neyðarlínuna í síma 112 eða við hjúkrunarfræðing í síma 1700 sem ráðleggur um næstu skref
Móttaka þolenda kynferðisofbeldis
Tekið er á móti þolendum kynferðisofbeldis á heilsugæslustöðvum og á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað. Þolendum í Fjarðabyggð er í flestum tilfellum vísað á Umdæmissjúkrahúsið.
Hverjir sinna þolendum kynferðisofbeldis innan HSA?
Læknar og oftast ljósmæður sem hafa fengið leiðbeiningar um móttöku þolenda kynferðisofbeldis.
Kostnaður
Þeir sem eru undir 18 ára fá þjónustu sér að kostnaðarlausu, aðrir greiða komugjald.
Er þjónusta við þolendur veitt allan sólarhringinn?
Já.
Hvernig læknisskoðun hlýtur viðkomandi? Er það réttarlæknisfræðileg skoðun og eru sakargögn varðveitt? Og þá hversu lengi?
Allir þeir sem leita til HSA vegna þessa fá þjónustu eftir leiðbeiningum frá Neyðarmóttöku Landspítala og lögreglu þar um. Lögregla geymir gögn málsins. Skráð er lögbundin sjúkraskrá viðkomandi sem geymd er í gagnagrunni Embættis landlæknis (SAGA).
Er boðið upp á lögræðilega ráðgjöf?
Lögregla hefur séð um að útvega lögfræðing.
Sálfræðiaðstoð
Leita má eftir tilvísun heimilslæknis til sálfræðinga HSA og/eða sálfræðinga sem starfa í Reykjavík en koma reglulega með þjónustu á Austurland.
Er þolanda vísað eða gefinn kostur á að leita sér aðstoðar hjá neyðarmóttöku Landspítala?
Þolendum er gefinn kostur á því að leita til neyðarmóttöku bæði á Akureyri og í Reykjavík ef þeir óska eftir því. Stígamót koma á Austurland x2 í mánuði og veita þjónustu, en hún er óháð starfsemi HSA.
Hvernig er þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis háttað á mismunandi starfsstöðvum stofnunarinnar?
Í grunninn er þjónustan eins en aðeins er þó munur á þjónustustigi eftir svæðum vegna mismunandi samsetningar starfsmannahópsins. Sérfræðiþjónusta HSA er að mestu veitt í Neskaupstað og minni heilsugæslustöðvar beina skjólstæðingum gjarnan þangað. Annars eru á öllum heilsugæslustöðvum leiðbeiningar og áhöld vegna þessara mála til staðar sem starfsmenn nýta og fara eftir.