Endurhæfingardeild starfar í Neskaupstað og á Egilsstöðum.
Frá september 2016 hefur HSA verið hluti af tilraunaverkefni þar sem sjúkraþjálfari starfar á heilsugæslustöðvum. Sjá nánar hér.
Sjúkraþjálfari í heilsugæslu
Sjúkraþjálfari í heilsugæslu skoðar, metur og gefur fólki ráð þegar um stoðkerfisvanda er að ræða.
Móttaka er á eftirfarandi stöðum; Egilsstöðum á mánudögum og fimmtudögum, á Fáskrúðsfirði á þriðjudögum og á Eskifirði á miðvikudögum. Hægt er að panta viðtal í gegnum skiptiborð á viðkomandi heilsugæslu.
Endurhæfingardeild á Egilsstöðum
Á Egilsstöðum starfa sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar með víðtæka reynslu.
Beiðni um endurhæfingu, iðju- eða sjúkraþjálfun, þarf að fá hjá lækni og hafa þjálfunaraðilar síðan samband við umsækjanda. Meðferð einstaklinga í endurhæfingu felst einkum í að auka hreyfifærni og hjálpa fólki til sjálfshjálpar.
Endurhæfingardeild HSA Egilsstöðum
Lagarási 17-19
700 Egilsstöðum
Sími: 470 3033,
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Hópur aukinna lífsgæða (HAL) var stofnaður innan HSA árið 2011 og starfaði um árabil. Sjá fróðlegt HAL upplýsingaefni.
Endurhæfingardeild í Neskaupstað
Beiðni um endurhæfingu, iðju- eða sjúkraþjálfun þarf að fá hjá lækni.
Meðferð einstaklinga í endurhæfingu felst einkum í að auka hreyfifærni og hjálpa fólki til sjálfshjálpar.
Endurhæfingardeild Umdæmissjúkrahúsi Austurlands
Mýrargötu 20
740 Neskaupstað
Sími: 470 1470
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.